Stefnumótun félagsins…

Kæru félagsmenn,

Starfsmannafélag Kópavogs er að vinna að stefnumótun félagsins og til að fá sem besta mynd af því hvað við þurfum að lagfæra og hverju við þurfum að bæta við – þá  vil ég biðja ykkur að svara launa – og þjónustukönnuninni frá GALLUP sem þið fenguð senda.

Það tekur ekki langan tíma að svara henni, en niðurstöðurnar munu verða félaginu mikilvægar í þeirri vinnu sem framundan er.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá Gallup er svarhlutfallið ekki nógu gott enn sem komið er – treysti því að nú taki félagsmenn við sér svo niðurstöður verði marktækar og gefi sem besta mynd.

 

Með kveðju

Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs

Deila frétt

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Share on email
Email
Share on print
Print