Nýjungar í orlofskostum fyrir félagsmenn SfK.

IMG_3656
Könnun meðal félagsmanna SfK sl. haust leiddi í ljós að mest eftirspurn væri eftir fleiri orlofskostum á Norðurlandi (Akureyri), Suðurlandi (Flúðum) og á Spáni. Gengið var frá kaupum þann 21. mars sl. á nýju orlofshúsi í Hálöndum ( Hvassaland 8 ) í Hlíðarfjalli við Akureyri. Húsið er 108,6 fm að stærð, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvotthús m/ snyrtingu, rúmgott alrými (stofa/eldhús) forstofa og pottrými. Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað. Pottrýmið er útbúið svalahurð út á rúmgóðan sólpall. Starfsmannafélagið fær húsið afhent í lok sumars/ byrjun hausts. Einnig er í skoðun annað orlofshús fyrir félagsmenn og þá staðsett við Flúðir en vænta má nánari frétta síðar. Þá hefur SfK gert leigusamning um 5 orlofsvikur í Cabo Roig á Spáni í sumar með það í huga að leigja mögulega fleiri orlofsvikur sumarið 2020. Sjá hér

Deila frétt

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Share on email
Email
Share on print
Print