Nýjungar í orlofskostum fyrir félagsmenn SfK.

IMG_3656
Share on facebook
Share on email
Share on print
Könnun meðal félagsmanna SfK sl. haust leiddi í ljós að mest eftirspurn væri eftir fleiri orlofskostum á Norðurlandi (Akureyri), Suðurlandi (Flúðum) og á Spáni. Gengið var frá kaupum þann 21. mars sl. á nýju orlofshúsi í Hálöndum ( Hvassaland 8 ) í Hlíðarfjalli við Akureyri. Húsið er 108,6 fm að stærð, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvotthús m/ snyrtingu, rúmgott alrými (stofa/eldhús) forstofa og pottrými. Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað. Pottrýmið er útbúið svalahurð út á rúmgóðan sólpall. Starfsmannafélagið fær húsið afhent í lok sumars/ byrjun hausts. Einnig er í skoðun annað orlofshús fyrir félagsmenn og þá staðsett við Flúðir en vænta má nánari frétta síðar. Þá hefur SfK gert leigusamning um 5 orlofsvikur í Cabo Roig á Spáni í sumar með það í huga að leigja mögulega fleiri orlofsvikur sumarið 2020. Sjá hér

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on print
Loka