Ný orlofshús Starfsmannafélags Kópavogs

nysumarhus1

SfK hefur fjárfest í tveimur nýjum orlofshúsum og er verið að standsetja þau fyrir útleigu á allra næstu vikum. Bæði húsin eru nýtímaleg og falleg. Útsýni frá húsunum er mjög fagurt. Orlofshúsin sem og umhverfi þeirra munu taka vel á móti félagsmönnum SfK á komandi árum.

Rita Arnfjörð formaður handsalar kaup að Þverlág 11.

Hvassaland 8 , Hálöndum Hlíðarfjalli Akureyri.

Húsið er 108,6 fm að stærð, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvotthús m/ snyrtingu, rúmgott alrými (stofa/eldhús) forstofa og pottrými. Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað. Pottrýmið er útbúið svalahurð út á rúmgóðan sólpall. Gisstirými í húsinu eru fyrir 8 – 10 manns.

Þverlág 11 Heiðarbyggð Flúðum.

Húsið er 116,9 fm að stærð á frábærum útsýnisstað við Langholtsfjall rétt við Flúðir Hrunamannahreppi. Húsið er byggt úr steyptum einingum, reist á staðnum á steyptum sökklum og plötu með hita í gólfi en með ofnakerfi í herbergjum. Að utan er húsið fullbúið klætt með láréttu bárujárni og standandi timburklæðningu ásamt ca. 70 fm sólpalli. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og gisting fyrir 8 -10 manns.

Spánn – La Zenia

SfK hefur tekið á leigu hús í La Zenia á Spáni. Orlofshúsið er 84 m2 með 3 svefnherbergjum. Fullbúið öllum húsgögnum og leirtaui ásamt sængum og sængurfatnaði. Þvottvél og þurrkari er í húsinu ásamt gasgrilli sem er í sér geymslu. Sólbaðsaðstaða er á þaki hússins. Sameiginleg sundlaug er með nokkrum húsum. Húsið er staðsett miðsvæðið,1 km niður á strönd og 5 mín. gangur í nýlegt „risa“ moll Zenia Boulevard Shopping Centre. Verslunarmiðstöðin er 161.000 fermetrar að stærð með um 150 verslunum. Heimasíða verslunarmiðstöðvarinnar er www.zeniaboulevard.es/inico
Stutt er í 4 golfvelli eða um 5 – 15 mín. akstur á Villa Martin, Las Ramblas Campoamoar og Las Colinas. Ekki tekur nema um 10 mín. að keyra niður í iðandi mannlíf miðborgar Torrevieja þar sem finna má markaði, tivolí, rennibrautargarð ofl.
Leigutímabilið er frá 1. júní – 24. ágúst 2020 en húsið leigist 2 vikur í senn til félagsmanna.

Útleiga á þessum þremur orlofskostum verður nánar auglýst síðar.

Deila frétt

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Share on email
Email
Share on print
Print