Nýr skrifstofustjóri SfK

olof

Ólöf Hildur Gísladóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri starfsmannafélag Kópavogs. Ólöf Hildur var valin úr hópi 96 umsækjanda og kemur til með að hefja störf 1. nóvember 2020.

Ólöf Hildur lauk meistaranámi í lögfræði vorið 2017, og B.S. námi í viðskiptalögfræði haustið 2015, bæði með fyrstu einkunn. Hún skrifaði á sviði eignar- og stjórnsýsluréttar í báðum tilfellum og er nú í fjarnámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Ólöf Hildur hefur víðtæka reynslu og þekkingu á stjórnunarstörfum og starfsmannahaldi og þekkir vel til innri og ytri starfa félagasamtaka og kjaramála. Hún starfaði m.a. sem framkvæmdarstjóri fyrir Félag opinbera starfsmanna á Vestfjörðum (F.O.S. Vest) á árunum 2003-2005 og 2008-2014 þar sem hún sá m.a. um túlkun og framkvæmd kjarasamninga og var málsvari í réttinda- og álitamálum félagsmanna.

Starfsmannafélag Kópavogs býður Ólöfu Hildi velkomna til starfa.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print