Páskaúthlutun 2021

DSCN0555-1d84197527.jpg

Páskaúthlutun vegna orlofshúsa fyrir árið 2021 er vikan 31. mars til 7. apríl.

Kæru félagsmenn. Þann 25. janúar nk. verður opnað fyrir umsóknir vegna úthlutunar orlofshúsa um páskana. Hægt verður að sækja um páskaúthlutun til og með 20. febrúar 2021. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um. Hægt er að sækja um fyrsta og annan valkost.

Félagsmenn bóka sjálfir páskaúthlutun á bókunarvefnum á þessu tímabili. Úthlutun fer fram 23. febrúar 2021. Eftir úthlutun er greiðslufrestur til og með 1. mars 2021.

2. mars 2021 fá þeir félagsmenn sem sóttu um, en fengu neitun, möguleika á að sækja um aðra orlofskosti ef eitthvað stendur út af.

Eftir úthlutunina opnast bókunarvefurinn 3. mars 2021 fyrir félagsmenn „fyrstur kemur fyrstur fær“ til að bóka laus hús sem eftir eru um páskana. Einungis er í boði vikuleiga yfir páskana.

Athugið: Sótt er um rafrænt á heimasíðu SfK í gegnum orlofsvefinn. Ef félagsmenn hafa ekki tök á að sækja um rafrænt er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í gegnum tölvupóst á sfk@stkop.is merkt „páskaúthlutun 2021“ Í póstinum þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og hvaða orlofskosti sótt er um sem fyrsta og annan valkost.

Það ítrekast að ekki er heimilt að nýta húsin í sóttkví eða einangrun.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print