Orlof að eigin vali – síðasti umsóknardagur í dag 10. maí

Sól

Kæru félagsmenn, við minnum á að umsóknarfrestur vegna orlofs að eigin vali rennur út í dag 10. maí.

Félagsmenn sækja um orlof að eigin vali rafrænt í gegn um orlofsvef félagsins á sama hátt og um orlofshús væri að ræða. Ekki þarf að ákveða viku, tímabilið er ein heild og því nóg að velja hvaða dag sem er til þess að umsókn skráist. Sækja um hér: orlof að eigin vali

120 styrkir verða veittir með þessum hætti fyrir sumarið 2021. Styrkjunum er úthlutað með sama hætti og um vikudvöl í sumarhúsi væri að ræða og er frádráttur 20 punktar.

Styrkir eru veittir þeim sem ekki hafa fengið sumarhús á orlofstímabilinu.
Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir matarútgjöldum, bensíni og/eða almennum ferðakostnaði. Ekki verður greidd hærri upphæð en reikningur kveður á um.

Félagsmenn sem fá úthlutað fá styrksloforð/orlofsávísun að upphæð 25.000 krónur. Styrksloforð/greiðsla fer fram eftir að dvöl/leigu lýkur gegn framvísun löggilds reiknings með nafni og kennitölu félagsmanns. Athugið að ekki er hægt að skila ávísun/úthlutun ef hún er ekki notuð. Orlofsávísanir gilda fyrir gistingu eða leigu utan orlofskerfis Starfsmannafélags Kópavogs og annarra stéttarfélaga, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði, hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn, sem ekki hafa verið niðurgreidd af stéttarfélögum eða öðrum samtökum.

Styrksloforð/orlofsávísun gildir á tímabilinu 15. maí til 30. september 2021. Löggildum reikningum skal skila til skrifstofu félagsins í síðasta lagi 30. nóvember 2021. Ekki verður tekið við reikningum eftir þann tíma. Sækja þarf um styrkinn í síðasta lagi 10. maí 2021 á bókunarsíðu orlofsvefsins. Úthlutun fer fram 17. maí 2021.

Hér er einnig hlekkur á orlofsblað félagsins.

Deila frétt

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Share on email
Email
Share on print
Print