LAUN HÆKKA FRÁ 1. APRÍL 2022 VEGNA HAGVAXTARAUKA

logo600x300

Í viðauka 3 á bls. 82 í gildandi kjarasamningi Kópavogs og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru tengiákvæði við lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði um greiðslu hagvaxtarauka. Viðaukinn kveður m.a. á um að á árunum 2020-2023 komi til framkvæmdar launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa. Nú hefur forsendunefnd ASÍ og SA staðfest að hagvaxtarauki að upphæð 10.500 krónur komi á taxtalaun frá 1. apríl og til greiðslu þann 1. maí næstkomandi.

Á fundi samráðsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB þann 7. apríl s.l. sammæltist samráðsnefndin um að frá 1. apríl bætist hagvaxtaraukinn 10.500 krónur við launatöflur gildandi kjarasamninga aðila. Hagvaxtaraukinn kemur til greiðslu frá og með mánaðarmótum apríl-maí 2022.

Með tilkomu hagvaxtarauka sem gildir frá 1. apríl 2022 styttist gildistími á launatöflu 4 og launatafla 5 með hagvaxtarauka, gildir frá 1. apríl 2022 til 31. mars 2023.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print