Við minnum á aðalfund SfK 2022

KÓPAVOGSKIRKJA

Aðalfundur SfK verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl nk. kl. 17:00 í sal safnaðarheimilis Kársnessóknar í Kópavogskirkju að Hábraut 1A, Kópavogi.

Dagskrá:

1. Fundur settur og starfsmenn fundarins skipaðir.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Endurskoðaðir reikningar lagði fram til úrskurðar.

4. Lagabreytingar.

5. Ákveðið árgjald félagsmanna.

6. Kosning formanns.

7. Kosning í stjórn og nefndir.

8. Önnur mál.

Tillaga stjórnar um breytingu á lögum SfK. Samþykkt á stjórnarfundi 1. mars sl.

Stjórn SfK gerir það að tillögu sinni að lögum félagsins verði breytt í samræmi við eftirfarandi:

  • 4. tölul. 11. gr. breytist og hljóði svo:

Fastanefndir í félaginu eru:

[…]

4. Orlofsnefnd skipuð fimm félagsmönnum og tveimur varamönnum, kosnum á aðalfundi. Starfsmaður félagsins situr fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi.

[…]

  • 15. gr. breytist og hljóði svo:

Aðalfund skal halda fyrir 1. júní ár hvert. Hann skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti á hverjum vinnustað. Í fundarboði skal tilgreina aðalfundarefni og tillögur um lagabreytingar.

Félagsmenn geta kynnt sér uppstillingu og framboðslista á heimasíðu félagsins.

Félagsmenn eru hvattir til þess að bjóða sig fram og taka þátt í að efla félagið.

Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar.

Stjórn Starfsmannafélags Kópavogs

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print