Fæst sveitarfélög tryggja leikskólapláss fyrir 12 mánaða börn

BSRB FÁNI

Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss þegar þau verða 12 mánaða, þ.e. eftir að hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu BSRB – heildarsamtaka stéttarfélaga starfsfólks í almannaþjónustu sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu leikskólavistunar ungra barna á Íslandi og atvinnuþátttöku foreldra. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar en mikill munur er milli sveitarfélaga. Er þetta nokkur breyting til hins betra frá árinu 2017, þegar meðalaldur var 20 mánuðir.*

Hægt er að lesa meira um málið inn á heimasíðu BSRB Hér og um skýrslu BSRB um umönnunarbilið Hér

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print