Persónuuppbót 2022

sfk-fallback

Nú ættu allir að hafa fengið greidda persónuuppbót  þann 1.maí sl. en samkvæmt gildandi kjarasamningi Kópavogs og sambands íslenskra sveitarfélaga. Í ákvæði 1.7.1 er tekið fram að starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt er hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Óskert persónuuppbót tímavinnufólks miðast við 1.504 unnar dagvinnustundir á viðmiðunartímabilinu.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. 

Persónuuppbót er föst fjárhæð sem tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins og reiknast orlofslaun ekki ofan á þá upphæð.

Full persónuupbót 2022 er kr.53.000

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print