Þetta kemur ekki með kalda vatninu

BSRB mynd 1

Það var þétt setið á fundi BSRB, BHM og KÍ í gær þar sem endurmat á virði kvennastarfa var til umfjöllunar.

Eru kvennastörf minna virði en karlastörf

Flestar kvennastéttir í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu eiga uppruna sinn að rekja til ólaunaðra starfa kvenna, þær voru heima með börnin, þrifu og önnuðust sjúka. Þau njóta minni virðingar en hefðbundin karlastörf og samfélagið er enn að venjast því að borga fyrir þau. Í dag fúnkerar samfélagið ekki án þessara starfa, segir Sóley. „Virði kvennastarfa er eins og það er í dag því þau hafa verið ólaunuð í gegnum tímans rás. Þau hafa verið ósýnileg og ýmist verið unnin heima eða þegar karlarnir eru farnir úr vinnunni. Konurnar hafa lítið sést.“

Það þarf átak til að breyta verðmætamati samfélagsins gagnvart þessum störfum. „Þetta kemur ekki með kalda vatninu, þetta er ekki óþörf barátta“, segir Sóley.

Ítarlegri umfjöllun má nálgast inn á heimasíður BSRB hér

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print