UMSÓKNIR ORLOFHÚSA TÍMABILIÐ PÁSKAR 2023:
Þann 1. febrúar verður opnað fyrir rafrænar umsóknir vegna orlofshúsa fyrir tímabilið Páskar 2023. Um vikudvöl er að ræða og punktafrádráttur 20 punktar. Hægt er að senda inn umsókn til og með 19. febrúar 2023. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu frá 1. til 19. febrúar sótt er um. Hægt er að sækja um fyrsta og annan valkost.
Leigutímabil er eftirfarandi:
Páskavika: 5. – 12. apríl 2023
Umsóknartímabil er eftirfarandi:
Umsóknarfrestur hefst: 1. febrúar 2023
Umsóknartímabili lýkur: 19. febrúar 2023
Úthlutun fer fram: 20. febrúar 2023
Greiðslufrestur er til og með: 26. febrúar 2023
Opnað fyrir bókanir virkra félaga: 28. febrúar 2023
Hvernig á að sækja um orlofshús?
Félagsmenn sækja um rafrænt á orlofshúsavefnum.
- Fyrst þarf að skrá sig inn á orlofsvefinn efst hægra megin í horninu „innskráning“. Sækja skal um með því að fara í „Laus tímabil“ eða „Umsókn um úthlutun“. Gæta skal að því að velja réttan mánuð (heiti mánaðar verður appelsínugult) og velja þann orlofskost og tímabil sem sótt er um. Klára þarf allt umsóknarferlið og senda umsóknina inn. Staðfesting á innsendri umsókn berst í tölvupósti til þess netfangs sem skráð er á orlofsvefnum. Hægt er að skoða skráningu undir „síðan mín“ „mínar upplýsingar“.
- Ekki skiptir máli hvenær á skráðu umsóknartímabili sótt er um. Hægt er að sækja um fyrsta og annan valkost. Að úthlutun lokinni fá félagsmenn niðurstöður sendar í tölvupósti á skráð netfang á orlofsvef.
- Greiðslufrestur er sjö dagar með tilkynningardegi um úthlutun og fer greiðsla fram rafrænt í gegnum orlofsvefinn með öruggu greiðslukerfi Saltpay/Borgunar.
- Að greiðslufresti loknum eru orlofskostir sem ekki leigðust út boðnir virkum félagsmönnum undir reglunni „fyrstur kemur fyrstur fær“. Á orlofsvefnum geta félagsmenn bókað lausa orlofskosti beint án úthlutunarferlis. Gilda þar sömu reglur um punkta og verð.
- Ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.
- Reglur og skilmála félagsins er hægt að kynna sér á orlofsvefnum og áður en greiðsla fer fram.
Ef félagsmaður hefur ekki tök á að sækja um rafrænt eða þarf aðstoð við bókunarkerfið er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 554-5124. Ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti.