Aðalfundur BSRB

Skýrsla stjórnar BSRB

Aðalfundur BSRB var haldinn 16 maí sl. um hefðbundin aðalfundarstörf var að ræða. 

Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um kjarasamninga starfsársins, helstu málefni og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir helstu verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta aðalfundi sem var í september 2023.

Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað er um eru verkefni bandalagsins tengd kjaramálum, húsnæðismálum og leiðréttingu á kjörum kvennastétta svo eitthvað sé nefnt. Þá er farið ítarlega yfir störf bandalagsins bæði hvað varðar málefnastarf og hagsmunagæslu innanlands og utan.

Í annað sinn er skýrsla stjórnar að fullu stafræn og því aðgengileg á spjaldtölvur og síma.

Skýrsluna má finna hér: https://bsrb.foleon.com/bsrb/arsskyrsla2024/

Eldri skýrslur stjórnar má finna á síðunni Útgefið efni þar sem einnig má finna fréttabréf, bæklinga, skýrslur og annað efni sem bandalagið hefur sent frá sér nýverið.

Deila frétt

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email
Print