Birkihlíð í Munaðarnesi

BIRKIHLÍÐ ER NÝR ORLOFSKOSTUR SfK Í MUNAÐARNESI. OPNAÐ VERÐUR FYRIR ÚTLEIGU TIL FÉLGSFÓLKS ÞANN 31. MAÍ NK. VERÐUR SÁ HÁTTUR HAFÐUR Á AÐ ,,FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR“

Birkihlíð

Birkihlíð er orlofshús á tveimur hæðum sem staðsett er í Munaðarnesi í Borgarfirðinum um 20 km fyrir utan Borgarnes, skammt frá Bifröst. Það er með sólpalli, heitum potti og öllum hefðbundnum búnaði.

Húsið 116,6 fermetrar. Á efri hæðinni er anddyri, stórt svefnherbergi með hjónarúmi auk lítils salernis, samliggjandi stofa og borðstofa þaðan sem opið er inn í eldhús og hægt að ganga þaðan beint út á pall að grillinu.

Á neðri hæð hússins er sjónvarpskrókur með svefnsófa auk tveggja svefnherbergja með aðskildum rúmum. Þar er einnig stórt baðherbergi með þvottavél og sturtu. Af neðri hæðinni er hægt að ganga út á pallinn þar sem heiti potturinn er.

Svefnpláss er fyrir 8 manns. Sængur og koddar eru í húsinu, en hafa verður með rúmfatnað. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakaraofn og uppþvottavél ásamt borðbúnaði og öllum almennum eldhúsáhöldum. Gasgrill er í húsinu.