Eiðar - Hús nr. 17

Húsið er 54 fm og stendur við Eiðavatn. Húsið hefur allt endurnýjað fyrir nokkru síðan að innan sem utan.  Húsið saman stendur af tveimur svefnherbergjum báðum með tvíbreiðum rúmum.  Svefnsófi er í stofunni. Alls eru því svefnsstæði fyrir sex í húsinu.  Sængur, koddar fyrir átta.  Í eldhúsi er eldavél með bakaraofni, ísskápur, uppþvottavél ásamt öllum helstu eldhústækjum. Sjónvarp, DVS spilari og útvarp með geislaspilara er til staðar.  Baðherbergið er með sturtu.  Stór og rúmgóð verönd ásamt útigeymslu, sólhúsgögnum og gasgrill. 

Athugið – engin þvottavél er í húsinu.

Mjög fallegt útsýni er af veröndinni yfir Eiðavatn.  Húsinu fylgir báturinn Kópur ásamt bátaskýli til afnota fyrir dvalargesti og er þeim heimilt að veiða í Eiðavatni.  Björgunarvesti eru í bátaskýlinu.