Einilundur 10b - Akureyri

Vistlegt og rúmgott raðhús á góðum stað. Húsið er með tveimur svefnherbergjum með svefnstæðum. Eitt tvíbreitt rúm og eitt einbreitt.  Tveir svefnsófar eru í stofunni og ferðabarnarúm er til staðar. Alls er húsið með 7 svefnstæði með svefnsófum. Sængur og koddar eru í húsinu en hafa verður með rúmfatnað. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn, örbylgjuofn og uppþvottavél. Þvottarhús ásamt þvottarvél er á staðnum. Á baðherberginu er baðkar ásamt sturtu. Góð verönd til suður ásamt gasgrilli er til staðar.