Gjafabréfi Icelandair gildir sem greiðsla fyrir flug í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair. Ekki er hægt að nota þetta gjafabréf sem greiðslu upp í pakkaferð hjá VITA.

Gjafabréfið er einunigs til sölu á orlofshúsavefnum. Á gjafabréfinu er númer sem nota þarf þegar flug er bókað og keypt.

Tveir möguleikar eru í boði:

Icelandair gjafabréfi, kostar 18.000 krónur en gildir sem 25.000 króna greiðsla upp í fargjald.

Icelandair gjafabréfi, kostar 6.500 krónur en gildir sem 10.000 króna greiðsla upp í fargjald.   

Með sameiningu Icelandair og Air Iceland Connect er hægt að nota Gjafabréf í flug sem keypt eru á vef félagsins frá Icelandair bæði í innanlandsflug og flug til útlanda.

Skilmálar gjafabréfs:
1. Gjafabréfin eru handhafa gjafabréf.
2. Gjafabréfið gildir fyrir pakkaferðir í beinu áætlunarflugi og til allra áfangastaða Icelandair. Ferð skal bókuð á heimasíðu Icelandair.
3. Hver félagsmaður getur keypt 7 gjafabréf.
4. Bókun er skráð með því að velja flug og skrá farþega
5. Á greiðslusíðunni skal velja að greiða með gjafabréfi og slá in gjafabréfskóðann sem er á gjafabréfinu
6. Ef bókað er hjá sölumanni gilda reglur Icelandair um þjónustugjöld. Eftir útgáfu farseðils gilda reglur fargjaldsins um breytingar og fleira.
7. Gjafabréf þarf að nota innan gildistímans þ.e bæði brottför og heimkoma.
8. Ef andvirði flugs er hærra en miðaverð áttu mismuninn inni hjá Icelandair og geymir þú því gjafabréfið og notar það næst þegar þú bókar flug hjá Icelandair.
9. Bókunar og ferðatímabil er 5. ár frá útgáfu gjafabréfs. Í þessu felst að bæði flug þarf að vera bókað og flugferð farin innan árs frá útgáfu gjafabréfsins.

Allar leiðbeiningar um notkun gjafabréfa á heimasíðu Icelandair eru hér.

Athugið:
Gjafabréfin fást ekki endurgreidd af Starfsmannafélagi Kópavogs eða Icelandair.

Hægt er að ganga frá kaupum á flugávísunum á orlofsvef félagsins