Félagsmönnum SfK býðst sjö gjafabréf Icelandair á niðurgreiddu verði. Upplýsingar um verð er á orlofsvef félagsins.
Gjafabréf/flugávísun Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfargjald í beinu áætlunarflugi til áfangastaða Icelandair skv. skilmálum Icelandair.
Með sameiningu Icelandair og Air Iceland Connect er hægt að nota gjafabréf Icelandair bæði í innanlandsflug og flug til útlanda.
Gjafabréfin fást ekki endurgreidd af Starfsmannafélagi Kópavogs eða Icelandair.
Reglur um notkun gjafabréfa upp í fargjald eru samkvæmt reglum og skilmálum Icelandair.
Allar leiðbeiningar um notkun gjafabréfa og skilmála má finna á heimasíðu Icelandair hér.
Kaup á gjafabréfi Icelandair eru rafræn og fara í gegnum orlofsvefinn. Ganga frá kaupum á orlofsvef félagsins hér.
Skilmálar gjafabréfa Icelandair
Öll gjafabréf Icelandair:
- Gilda í fimm ár frá útgáfudegi.
- Gilda sem peningagreiðsla fyrir öll flug áætlunarflug og pakkaferðir Icelandair. Engar takmarkanir eru á ferðatíma eða lengd dvalar umfram skilmála sem eiga við hvert fargjald sem valið er hverju sinni.
- Gilda einnig sem peningagreiðsla fyrir skatta, önnur gjöld, aukaþjónustu um borð (eins og farangur, sætisval og breytingagjöld/fargjaldamun).
- Fást ekki endurgreidd og hafa ekkert peningagildi.
- Má nota með punktum og/eða peningum upp í fargjald.
- Eru háð skilyrðum sem ekki er hægt að breyta. Ekki er hægt að framlengja gildistíma þeirra.
- Má ekki selja eða skipta fyrir peninga.
- Má aðeins nota fyrir þjónustu sem er greint frá í gjafabréfinu.
Hvers konar endursala á gjafabréfum Icelandair, í gegnum vildarklúbba eða vildarkerfi fyrirtækja, er stranglega bönnuð nema með samþykki Icelandair. (uppfært af vef Icelandair 14.6.2022).
Frekari upplýsingar um gjafabréf Icelandair:
1. Gjafabréfin eru handhafa gjafabréf.
2. Ekki er hægt að nota gjafabréfi sem greiðslu upp í flugfargjald hjá ferðaskrifstofum eða í tengiflugum.
3. Einungis er hægt að nota gjafabréfið upp í greiðslu flugfargjalds innan gildistíma sem gefinn er upp á gjafabréfi.
4. Flugfargjald skal bókað á heimasíðu Icelandair.
5. Ef flugfargjald er ekki bókað rafrænt gilda reglur Icelandair um þjónustugjöld.
6. Eftir útgáfu farseðils gilda reglur fargjaldsins um breytingar og fleira.
7. Gjafabréf þarf að nota innan gildistímans þ.e bæði brottför og heimkoma.
8. Ef andvirði flugs er hærra en miðaverð áttu mismuninn inni hjá Icelandair og geymist sem inneign á gjafabréfinu. Geymsla gjafabréfs með inneign er ávallt á ábyrgð handhafa þess. Inneign er hægt að nota næst þegar þú bókar flug hjá Icelandair innan gildistíma gjafabréfsins.
9. Ef misræmi eða innsláttarvilla er í skýringum félagsins gilda reglur og skilmálar Icelandair alltaf.
