Fyrir launagreiðendur

Launagreiðendum ber að senda BSRB skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun iðgjalda til stéttarfélags fyrir hvern launþega.
Gjalddagi iðgjalda er 10. hvers mánaðar.
Áríðandi er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein.

  • Bankaupplýsingar eru: 0516-04-760468, kt: 440169-0159
  • Númer Starfsmannafélags Kópavogs er 651

BSRB stofnar kröfur í netbanka þegar skilagrein hefur borist.
Eigi greiðsla sér stað eftir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Gjalddagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar.

Allir launagreiðendur skila rafrænum skilagreinum.
Þær geta verið í XML eða á SAL formi. Skilagreinum má skila á eftirfarandi hátt:

  1. Í gegnum vefsíðuna http://www.skilagrein.is/
  2. Skilagreinar á SAL formi (textaskrár) sendast á netfangið skbibs@bsrb.is
  3. Til að geta sent út rafrænar skilagreinar á XML formi þarf að setja eftirfarandi slóð inn í launabókhaldið: https://dk.bsrb.is/bibs/skilagreinar.exe/wsdl/IMemberExpos

Nánari upplýsingar veitir Björg Geirsdóttir hjá BSRB í síma 525 8317 eða í netfanginu bjorg@bsrb.is

Upplýsingar um iðgjöld:

Framlag starfsmannsIðgjald af heildarlaunum                                 
Félagsgjald 
Bókstafur F í launakerfi1%
  
Framlag launagreiðendaIðgjald af heildarlaunum 
Orlofssjóður 
Bókstafur O í launakerfi0,90% af heildarlaunum
  
Starfsmenntunarsjóður 
Bókstafur E í launakerfi0,40% af heildarlaunum. Gildir ekki um þá starfsmenn er njóta styrkja samkvæmt gr. 13.6.1 (Vísindasjóður).
  
Styrktarasjóður BSRB 
Bókstafur G í launakerfi0,75% af heildarlaunum
                 
Vísindasjóður háskólamenntaðra1,5% af dagvinnulaunum
Bókstafur V í launakerfi 
  
Félagsmannasjóður Kötlu1,24% af heildarlaunum. Gildir ekki um þá starfsmenn er njóta styrkja samkvæmt gr. 13.6.1 (Vísindasjóður).
Bókstafur J í launakerfi 

Bókunarmiðstöð BSRB tekur ekki á móti skilagreinum og greiðslum vegna eftirfarandi iðgjalda:
Mannauðssjóður KSG er 0,20% af heildarlaunum launþega þeirra launagreiðenda sem hafa veitt Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga samningsumboð fyrir sína hönd. Sjóðurinn er í umsýslu Starfsmannafélags Garðabæjar, sími 565-6622.
Iðgjöld greiðast inn á reikning: 536-04-764107, kt. 591011-1030
Skilagreinar berast til stag@stag.is

VIRK starfsendurhæfingarsjóður er 0,10% af heildarlaunum og er innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.

Lífeyrissjóðaiðgjöld eru innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði.

Yfirfarið 1.12.2022