Ferðaávísun/gisting

Ferðaávísun tryggir bestu kjörin á gistingu

Stéttarfélögin sem eiga aðild að Frímann-kerfinu hafa sameinað krafta sína og komist að samkomulagi við fjölmörg hótel og gistiheimili víðs vegar um landið. Markmiðið er að tryggja félagsmönnum hagstæðasta verð fyrir gistingu sem völ er á.

MIKILVÆGT er að taka fram við bókun gistingar hjá samstarfsaðila að greitt sé með ferðaávísun frá félaginu. Að öðru leyti gilda bókunarskilmálar umrædds samstarfsaðila. Ef bókað er í gegnum bókunarsíður gildir ferðaávísunin ekki.

Félagsmenn munu senn geta skráð sig inn á orlofsvefinn og keypt ferðaávísanir sem gilda á tugum hótela og gistiheimila í öllum landsfjórðungum, án þess að festa dagsetningu dvalarinnar. Þeir velja þann gististað sem þeim hugnast en herbergi, þjónusta og verð er breytilegt á milli gististaða.

Ef svo háttar að umrætt hótel eða gistiheimili er fullt, eða ef ferðaáætlunin tekur breytingum þegar nær ferðinni dregur, er hægt að nota ávísunina hjá hvaða samstarfsaðila sem er, hvenær sem gistipláss er laust og með hvaða tilboði sem hótelin og gistiheimilin kunna að bjóða síðar. Þannig hafa félagsmönnum verið tryggð bestu hugsanlegu kjör og útilokað að þeir fari á mis við betri tilboð, til dæmis þegar líður á komandi sumar.

Sértilboð fyrir stéttarfélög

Samstarfsaðilar umræddra stéttarfélaga hafa nú gert félagsmönnum sín allra bestu tilboð fyrir sumarið. Þessi sérkjör er hægt að skoða með því að fara inn á orlofsvefinn og skrá sig inn, á sama hátt og þegar sótt er um orlofshús. Þegar smellt er á „Ferðaávísun“ opnast síða þar sem hægt er að skoða þau fjölmörgu tilboð á gistingu sem félagsmönnum standa til boða. Í boði er allt frá einfaldri gistingu á litlum gistiheimilum upp í vegleg hótelherbergi með fullri þjónustu og dýrindis morgunverði. Einnig er hægt að velja upphæð að eigin vali, til dæmis 5.000 eða 15.000 krónur, og nota hvar sem er þegar land er lagt undir fót. Ávísunin veitir aðgang að bestu tilboðum þessara hótela og gistiheimila. Valið er þitt.

Engin binding og aukið frelsi

Ferðaávísunin er rafræn og er geymd á þínu svæði á orlofsvefnum. Kvittun berst í tölvupósti. Ávísunin leysir af hólmi gistimiða sem hingað til hefur þurft að nálgast til félagsins og framvísa á fyrir fram ákveðnum gististað. Þessu nýja fyrirkomulagi fylgir meira frelsi og stórauknir valmöguleikar, enda er ávísunin ekki bundin við tilteknar dagsetningar, einstakt gistiheimili, hótel eða hótelkeðju. Jafnframt geta félagsmenn nýtt ávísunina með hvaða sértilboðum sem samstarfsaðilar okkar kunna að bjóða síðar.

Ekki er þörf á að fullnýta þá inneign sem félagsmenn eiga í formi ávísunarinnar hjá einu hóteli eða gistiheimili, heldur getur hún nýst á fleiri gististöðum. Ef dýrari gisting er valin en upphaflega stóð til, greiðir félagsmaðurinn einfaldlega mismuninn á staðnum. Óhætt er að skora á félagsmenn að huga tímanlega að því að panta gistingu, til að auka líkurnar á að herbergi séu laus á gististaðnum.

Skilmálar sem félagsmenn þurfa að samþykkja við kaup á ferðaávísun eru eftirfarandi: 

Skilmálar

Við bókun gistingar hjá samstarfsaðila skal tekið fram að greitt sé með ferðaávísun frá félaginu. Að öðru leyti gilda bókunarskilmálar umrædds samstarfsaðila.

Ábyrgðarskilmálar

Seljandi getur ekki ábyrgst að gistirými sé laust þegar kaupandi hyggst nota ávísunina. Handhafi ávísunar þarf sjálfur að bóka herbergi og gangast undir bókunarskilmála hvers samstarfsaðila. Komi upp ágreiningur vegna veittrar þjónustu skal beina því erindi til viðkomandi samstarfsaðila. Seljandi ferðaávísunar ábyrgist ekki gæði þjónustu samstarfsaðilanna.

Endurgreiðslur

Kaupandi getur hvenær sem er fengið ferðaávísunina endurgreidda.

Hann getur einnig fengið endurgreiðslu eftirstöðva, ef ávísun hefur verið notuð að hluta. 

Upphæð endurgreiðslu verður í réttu hlutfalli við útlagðan kostnað kaupanda.

Hafi punktar verið teknir af við kaupin, þá fást þeir líka endurgreiddir.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Viðkvæmar upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur seljanda á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. 

SPURT OG SVARAÐ

Vegna þess að hótelkeðjur og gistiheimili hafa boðið félagsmönnum stéttarfélaganna, í krafti fjölda þeirra, betri tilboð en hægt er að fá á almennum markaði.

Á vefnum orlof.is geturðu skráð þig inn, eins og þegar þú sækir um orlofshús, og valið „Ferðaávísun“. Þá koma valmöguleikarnir upp. Hvert hótel eða gistiheimili getur verið með mörg tilboð, eftir gerð herbergis eða innifalinni þjónustu.

Ef sá gististaður sem þú velur þér lækkar verð í millitíðinni, þá fullnýtir þú ekki ávísunina. Það er ein af lykilforsendum þessa samstarfs, að ávísunin gildi með öllum öðrum tilboðum hótelanna. Með þessu verður fylgst náið.

Þú ferð inn á orlofsvef þíns stéttarfélags og smellir á „miðar og kort“. Þar velur þú „kaupa ferðaávísun“ og ert samstundis færð/ur á innskráningarsíðu ferðaávísana þar sem m.a. er hægt er að sjá framboð gististaða.

Þegar þú hefur valið þér upphæð/vöru til að kaupa og greitt fyrir með greiðslukorti, færðu kvittun í tölvupósti. Ávísunin þín verður á þínu svæði á orlofsvefnum og gististaðir geta flett kennitölunni upp, þegar þú mætir á staðinn.

MIKILVÆGT er að taka fram við bókun gistingar hjá samstarfsaðila að greitt sé með ferðaávísun frá félaginu. Að öðru leyti gilda bókunarskilmálar umrædds samstarfsaðila. Ef bókað er í gegnum bókunarsíður gildir ferðaávísunin ekki.

Mikilvægt er að kynna sér reglur ferðaávísana vel áður en gisting er bókuð.

Við bókun gistingar hjá samstarfsaðila skal tekið fram að greitt sé með ferðaávísun frá félaginu. Að öðru leyti gilda bókunarskilmálar umrædds samstarfsaðila. Ef að bókað er í gegnum bókunarsíður gildir ferðaávísun ekki. Best er að hringja eða senda tölvupóst til að bóka gistingu þar sem tekið er fram að greitt sé með ferðaávísun.

Þegar þú bókar hótel og þegar þú mætir á áfangastað gefur þú upp kennitölu þína, sem er þá skráð í bókunarkerfi gististaðarins. Þú þarft engu að framvísa öðru en persónuskilríkjum.

Skilmálar sem félagsmenn staðfesta við kaup á ferðaávísun eru eftirfarandi:

Skilmálar

Við bókun gistingar hjá samstarfsaðila skal tekið fram að greitt sé með ferðaávísun frá félaginu. Að öðru leyti gilda bókunarskilmálar umrædds samstarfsaðila.

Ábyrgðarskilmálar

Seljandi getur ekki ábyrgst að gistirými sé laust þegar kaupandi hyggst nota ávísunina. Handhafi ávísunar þarf sjálfur að bóka herbergi og gangast undir bókunarskilmála hvers samstarfsaðila. Komi upp ágreiningur vegna veittrar þjónustu skal beina því erindi til viðkomandi samstarfsaðila. Seljandi ferðaávísunar ábyrgist ekki gæði þjónustu samstarfsaðilanna.

Endurgreiðslur

Kaupandi getur hvenær sem er fengið ferðaávísunina endurgreidda.

Hann getur einnig fengið endurgreiðslu eftirstöðva, ef ávísun hefur verið notuð að hluta. 

Upphæð endurgreiðslu verður í réttu hlutfalli við útlagðan kostnað kaupanda.

Hafi punktar verið teknir af við kaupin, þá fást þeir líka endurgreiddir.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Viðkvæmar upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur seljanda á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. 

Já, þú getur fengið ferðaávísunina endurgreidda. Þú færð þá til baka sömu upphæð og þú lagðir út, sé hún ónýtt. Hafi punktar verið teknir af félagsmanni við kaup á ferðaávísun, þá fást þeir líka endurgreiddir.

Já, þú getur alltaf fengið þann hluta endurgreiddan sem ekki hefur verið nýttur. Ef ávísunin hefur verið niðurgreidd að hluta verður endurgreiðslan í réttu hlutfalli við útlagðan kostnað þinn.

Nei, hún rennur aldrei út og þú getur sótt um endurgreiðslu hvenær sem er.

Ekki hika við að hafa samband við skrifstofu félagsins ef þig vantar aðstoð. Við hjálpum þér með ánægju og reynum að leysa málin.