Hvammur - Gunnarsbraut 14 Reykjaskógi

Glæsilegur heilsársbústaður í Reykjaskógi í landi Efri-Reykja í Biskupstungum, 14 km frá Laugarvatni.

Leigjendur athugið að númerið af talnalás við hliðið breytist á ákveðnu tímabilum og þurfa leigjendur að fara inná -Mínar síður- og þar inná -Mínar umsóknir- og skoða upplýsingarnar á leigusamningnum áður en farið er af stað. Best er að fara inná;  innskrá https://innskraning.island.is/?id=orlof.is/stkop&path=?client=stkop 

Bústaðurinn skiptist tvö svefnherbergi. Annað er hjónaherbergi og hitt er með kojum og rúmstæði sem er 1,20cm. Eldhús með borðstofu fyrir 6 stóla, stofu og baðherbergi sem er með sturtu. Svefnloft er í húsinu en þar er svefnsófi og dýnum. Alls eru húsið með 7 svefnstæðum.

Sængur og koddar eru í húsinu en hafa verður með rúmfatnað. Heitur pottur er á rúmgóðri verönd, sólhúsgögnum og gasgrilli.