Hvassaland 8 í Hlíðarfjalli við Akureyri

Húsið er 108,6 fm að stærð, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús m/snyrtingu, rúmgott alrími (stofa/eldhús) forstofa og pottarými.
Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað.
Heitur pottur innan dyra með útgengi á pall.
Svefnherbergi í húsinu eru 3.
Þar eru 8 rúmstæði þar af 2 kojur fyrir þá sem eru undir 70 kg.
Barna ferðarúm.
Sængur og koddar eru fyrir 10 manns.