Orlofshús í Calle Rubí R3 nr. 30, 03189 Orihuela Costa, Alicante.

Sumarið 2022 mun SfK bjóða félagsmönnum að leigja hús á Spáni.

Húsið er leigt út í tvær vikur í senn. Leigutímabil er frá miðjum maí þar til um miðjan september 2022.

Um húsið: Orlofshúsið er 84 m2 með 3 svefnherbergjum. Fullbúið öllum húsgögnum og
leirtaui ásamt sængum, sængurfatnaði og handklæðum. Þvottvél og þurrkari er
ásamt gasgrilli sem er í sér geymslu. Sólbaðsstaða er á þaki hússins.
Sameiginleg sundlaug er með nokkrum húsum. Húsið er miðsvæðið um það bil 1 km
niður á strönd og 5 mínútna gangur í verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard Shopping
Centre sem er 161.000 fermetrar að stærð með um 150 verslunum. Heimasíða
verslunarmiðstöðvarinnar er www.zeniaboulevard.es/inico 

Fjórir golfvellir eru í um það bill 5 – 15 mínútna akstur á Villa Martin, Las Ramblas Campoamoar og Las Colinas. Miðborg Torrevieja er í um það bil 15 mínútna akstursfjarlægð þar sem finna má markaði, tívolí og margt fleira. 

Hér er hægt að sjá kort af svæðinu. Smelltu hér eða á myndina til að fara á Google kort

Á heimasíðunni www.costablanca.is er hægt að skoða nánari upplýsingar um Costa Blanca svæðið. Heimasíða hverfisins okkar er www.villassanjose.com

ATH!  Eins og í önnur orlofshús félagsins er það punktastaða félagsmanna sem ræður úthlutun.

Umsóknir fara fram á orlofsvef félagsins HÉR