Stytting vinnuvikunnar

Kæru félagar í SfK

Meðfylgjandi upplýsingabréf formanns BSRB fjallar ítarlega um styttingu vinnuvikunnar á vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu.

Stytting vinnuvikunnar er eitt stærsta viðfangsefni BSRB og aðildarfélaga þess. Á flestum vinnustöðum er samtalið þegar hafið og á öðrum hefst það á næstunni. Mikilvægt er að áður en sú vinna fer af stað að fólk hafi sem besta yfirsýn og upplýsingar um verkefnið.

Aðildarfélög BSRB munu standa með misjöfnum hætti að kynningu og undirbúningi til sinna félaga en á sameiginlegu borði BSRB er unnið að kynningarefni sem við í SfK munum birta á okkar heimasíðu.

Samkvæmt nýlegum kjarasamning er gert ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag vinnutíma í dagvinnu taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021 og í vaktavinnu 1. maí 2021.

Það er sameiginlegt verkefni okkar allra og vinnustaðanna er að ná samkomulagi um breytt skipulag vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar niður í 36 stundir, það er til mikils að vinna í þessu tímamóta umbótarverkefni

Stytting vinnuvikunnar - Kynningarmyndband

Stytting vinnuvikunnar í dagvinnu - Kynningarmyndband

Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu - Kynningarmyndband