þverlág 11 - heiðarbyggð - flúðum

Húsið er 116,9 fm að stærð á frábærum útsýnisstað við Langholtsfjall rétt við Flúðir Hrunamannahreppi. Húsið er byggt úr steyptum einingum, reist á staðnum á steyptum sökklum og plötu með hita í gólfi en með ofnakerfi í herbergjum. Að utan er húsið fullbúið klætt með láréttu bárujárni og standandi timburklæðningu ásamt ca. 70 fm sólpalli. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi með 7 rúmum, gisting getur verið fyrir allt að 7 -10 manns.