DAGPENINGAR OG FERÐAKOSTNAÐUR

Skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs  með gildistíma frá 1. janúar 2020 til 31. mars  2023.
5 kafli – FERÐIR OG GISTING
5.1 FERÐAKOSTNAÐUR OG GISTING SKV. REIKNINGI
5.1.1 Kostnaður vegna ferðalags innanlands á vegum vinnuveitanda skal greiðast eftir reikningi, enda fylgi fullnægjandi frumgögn. Sama gildir, ef hluti vinnudags er unninn svo langt frá föstum vinnustað, að starfsmaður þarf að kaupa sér fæði utan heimilis eða fasts vinnustaðar.
5.1.2 Starfsmenn skulu fá fyrirframgreiðslu áætlaðs ferðakostnaðar.
5.1.3 Um uppgjör ferðakostnaðar, þar með talið akstursgjald fer eftir sömu reglum og um uppgjör yfirvinnu.
5.1.4 Félagsmenn sem kjörnir eru á þing BSRB og til annarra fundarsetu á vegum félagsins, skulu fá til þess frí á fullum launum enda sé haft samráð við viðkomandi yfirmann.
5.2 DAGPENINGAR INNANLANDS
5.2.1 Greiða skal gisti- og fæðiskostnað með dagpeningum sé um það samkomulag eða ekki unnt að leggja fram reikning.
5.2.2 Dagpeningar á ferðalögum innanlands skulu fylgja ákvörðunum ferðakostnaðarnefndar ríkisins.
5.3 GREIÐSLUHÁTTUR
5.3.1 Fyrir fram skal af stofnun og starfsmanni ákveðið hvaða háttur á greiðslu ferðakostnaðar skal viðhafður hverju sinni.

Sjá kjarasamninginn í heild sinni hér