Félagsmönnum SfK býðst Útilegukortið á niðurgreiddu verði. Upplýsingar um verð er á orlofsvef félagsins.
Útilegukortið veitir tveimur fullorðnum og allt að fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins.
Kaup á útilegukortinu eru rafræn og fara í gegnum orlofsvefinn. Ganga frá kaupum á orlofsvef félagsins hér.
Í kjölfar kaupa er kortið ásamt bæklingi sent heim til félagsmanns með póstinum á það heimilisfang sem skráð er hjá félagsmanni. Þær upplýsingar er hægt að skoða og breyta undir „síðan mín“ á orlofsvefnum.
Útilegukortið býður einnig upp á að sækja kortið beint til þeirra.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef Útilegukortsins.
Orlofshús
Annað í boði