Félagsmönnum SfK býðst að kaupa Veiðikortið á niðurgreidduverði. Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 36 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölu sinni.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Veiðikortsins hér.

Kaup á veiðikortinu eru nú rafræn og fara í gegnum orlofsvefinn. Í kjölfar kaupa er kortið ásamt bæklingi sent til félagmanna með póstinum til þess heimilisfangs sem skráð er hjá félagsmanni. Þær upplýsingar er hægt að skoða undir „síðan mín“

Hægt er að ganga frá kaupum á veiðikortinu á orlofsvef félagsins hér.

Almennt söluverð er kr 8.900 en verð til félagsmanna SfK er kr. 3.500 og því góður afsláttur í boði fyrir félagsmenn.