Félagsmönnum SfK býðst að kaupa Veiðikortið á niðurgreidduverði. Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 36 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölu sinni.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Veiðikortsins.

Hægt er að ganga frá kaupum á veiðikortinu á orlofsvef félagsins

Almennt söluverð er kr 8.900 en verð til félagsmanna SfK er kr. 3.500 og því góður afsláttur í boði fyrir félagsmenn.