Sækja um verkfallsbætur – Félagsfólk SfK

ERT ÞÚ FÉLAGI HJÁ SfK OG STARFSMAÐUR KÓPAVOGSBÆJAR? VARST ÞÚ Í VERKFALLI DAGANA 15. TIL 25. MAÍ EÐA 30. MAÍ TIL 9. JÚNÍ? ÞÁ SKALTU LESA LENGRA OG LÆRA HVERNIG ÞÚ SÆKIR UM VERKFALLSBÆTUR!

Félagsfólk SfK sem starfar hjá Kópavogsbæ og lagði niður störf í verkfalli sækja um verkfallsbætur fyrir tímabilið 15. til 25. maí 2023 og 30. maí til 9. júní 2023.

Hvernig sækja á um verkfallsbætur

Mjög mikilvægt er að skila inn launaseðli og vinnustund með umsókninni og setja inn allar bankaupplýsingar. Hér eru leiðbeiningar sem leiða þig áfram um umsóknarferlið.

Hvernig tek ég afrit af vinnustund til að senda með umsókn ásamt launaseðli?

Um verkfallsbætur
Í verkfalli falla laun niður hjá þeim sem leggja niður störf. Líklegt er að laun verði dregin af öllu félagsfólki sem verkfall nær til vegna þeirra daga eða þess hluta dags sem þau lögðu niður störf.
Félagsfólk sem vinnur í verkfalli á rétt á launum fyrir þann tíma sem það vinnur. Hver og einn félagsmaður þarf að fara fram á að fá greitt ef hann hefur verið starfandi samkvæmt undanþágulista en lendir í frádrætti frá launum vegna verkfalls.

Upphæð verkfallsbóta
Aðildarfélög BSRB sem standa sameiginlega að verkfallsaðgerðum hafa ákveðið að greiddar verði 30.000 krónur fyrir hvern heilan dag sem félagsfólk leggur niður störf, miðað við 100% starfshlutfall. Staðgreiðsla skatta er tekin af verkfallsbótum eins og af launum.

MIKILVÆGT er að skrá inn heiti vinnustöðvar í umsókn, t.d. leikskólinn XXX eða grunnskólinn XXX undir aðrar upplýsingar ásamt því að haka við þá daga sem verkfall átti við um umsækjanda.
Sjá mynd sem dæmi:

NAUÐSYNLEGT er að skila inn launaseðli fyrir tímabilið sem um ræðir ásamt afriti úr vinnustund. Sjá mynd:

Vandræði við innskráningu ?
Komi upp vandræði við innskráningu á umsóknarsíðu geta verið eðlilegar ástæður fyrir því.
Félagsfólki í Starfsmannafélagi Kópavogs er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins.
Hægt er að senda póst á netfangið sfk@stkop.is – Í slíku erindi þarf fullt nafn viðkomandi, kennitala og starfsstaður að fylgja.

__________________________________
HÉR ER SÓTT UM VERKFALLSBÆTUR
Hlekkurinn færir þig inn á heimasiðu Kötlu þar sem þú klárar umsóknarferlið fyrir verkfallsbætur.

__________________________________

STYRKTARSJÓÐUR BSRB    –     UMSÓKN OG UPPLÝSINGAR

Styrktarsjóður BSRB tekur nú einungis á móti umsóknum rafrænt á heimasíðu sjóðsins https://styrktarsjodur.bsrb.is/

Frekari upplýsingar um sjóðinn má nálgast hér.

Starfsmannafélag  Kópavogs

starfsmannafélag kópavogs

SfK er stéttarfélag sem fer með kjarasamningsrétt og réttindavörslu sinna félagsmanna. Félagið er eitt af 28 aðildarfélögum BSRB sem eru stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Ýmis réttindi fylgja aðild að BSRB. SfK vinnur í samstarfi við bæjarstarfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Suðurnesjum að eftirfylgni og gerð kjarasamninga.

Fréttir