SÍMSVÖRUN OPIN
SKRIFSTOFAN LOKUÐ

Skrifstofa SfK verður lokuð frá og með þriðjudeginum 21. desember sökum fjölgunar COVID-19 smita innanlands. Á meðan verið er að ná betri tökum á útbreiðslu veirunnar mun SfK eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu í gegnum síma. Þetta er gert með velferð félagsmanna að leiðarljósi.

Á heimasíðu Starfsmannafélags Kópavogs www.stkop.is má finna allar helstu upplýsingar um þjónustu félagsins. Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 554-5124 og hvetjum við félagsmenn til að hringja eða panta tíma í samvinnu við félagið ef þörf er að koma á skrifstofu félagsins. Eins má senda fyrirspurnir á netfangi sfk@stkop.is. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.


 

STYRKTARSJÓÐUR BSRB    –     UMSÓKN OG UPPLÝSINGAR

Frestur til að skila umsókn og fylgiskjölum var til 17. desember í2021 fyrir kostnað sem féll til á árinu 2021. Nauðsynlegt er að skila reikningi frá meðferðaraðila, ekki millifærslu úr heimabanka. Allar upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu hans.

Styrktarsjóður BSRB tekur nú einungis á móti umsóknum rafrænt á heimasíðu sjóðsins https://styrktarsjodur.bsrb.is/

Skrifstofa styrktarsjóðs aðstoðar félagsmenn við umsóknir og veitir upplýsingar um stöðu umsókna í síma 525 8380

Afgreiðslutími sjóðsins er alla virka daga frá klukkan 9:00 – 16:00. Það er einnig hægt að senda tölvupóst ípostur@styrktarsjodur.bsrb.is

Starfsmannafélag  Kópavogs

starfsmannafélag kópavogs

SfK er stéttarfélag sem fer með kjarasamningsrétt og réttindavörslu sinna félagsmanna. Félagið er eitt af 28 aðildarfélögum BSRB sem eru stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Ýmis réttindi fylgja aðild að BSRB. SfK vinnur í samstarfi við bæjarstarfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Suðurnesjum að eftirfylgni og gerð kjarasamninga.

Fréttir